Berg fasteignasala kynnir: Úugata 45, Byggingarréttur fyrir einbýlishús á vinsælum stað í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ. Fallegt útsýni. Lóðin er 572,0 fm. að stærð og gert er ráð fyrir allt að 360 fm. einbýli á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Stutt er í óspillta og fallega náttúru. Fallegar gönguleiðir í næsta nágrenni. Lóðin verður afhent í núverandi ástandi, brýnt er að kaupendur kynni sér vel ástand lóðarinnar. Götur eru frágengnar með tengingu við veitukerfi og rafmagn. Gatnagerðargjöld og önnur gjöld sem greint er frá í gjaldskrá Mosfellsbæjar hverju sinni eru ekki innifalin í byggingarréttarverði.
Hverri lóð er úthlutað til þess aðila er hæst býður ( Lágmarksverð er 21,100,000-) enda uppfylli viðkomandi skilyrði um fjárhaglegt hæfi sem er tilgreint í 3. gr. úthlutunarreglna Mosfellsbæjar.
Bæði einstaklingar og lögaðilar geta lagt fram tilboð í byggingarrétt lóða.
Tilboðsgjafi er bundinn af tilboði sínu í 30 daga frá þeim degi er hann gerir tilboðið.
Allar nánari upplýsingar hjá Pétri s. 897-0047 eða [email protected]