Brjánsstaðir , Selfoss
Tilboð
Einbýlishús
4 herb.
135 m2
Tilboð
Stofur
2
Herbergi
4
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
3
Byggingaár
1929
Brunabótamat
0
Fasteignamat
12.700.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


BERG fasteignasala kynnir:

Eignin er seld og er í fjármögnunarferli. 

Brjánsstaðir 1 á Skeiðum í Árnessýslu
. 135,6 fm. þriggja hæða hús. Allt endurnýjað.  Nýtt þak, gluggar og gler.  Ný milligólf. Nýt rafmagn,dren, lagnir og allar innréttingar. Parket og flísar á gólfum. Húsið er með ca. 30 cm. þykkum steinveggjum.  Einangrað að utan og klætt timburklæðningu.  Allt vel gert og smekklega.

Nánari lýsing:  Gengið inn á jarðhæð.  Komið er í anddyri með flísum á gólfi. Baðherbergi til hægri. Flísalagt og flottur sturtuklefi. Allt nýtt og smekklega unnið.  Eldhús með vönduðum eldhústækjum og flísum á gólfi. 
Miðhæð. Stofa með parketi á gólfi.  Inn af stofu er önnur stofa sem nota má sem herbergi. Inn af því er rúmgott svefnherbergi. Parket á gólfum. Stórir gluggar. 
Efsta hæð undir risi. Tvö rúmgóð herbergi.  Góð lofthæð.  Loft klædd panel og parket á gólfum. Eigninni fylgir 720 fm. eignarlóð.  Garður með gömlum og virðulegum tjám við norðurenda hússsins. 
Þetta er afar skemmtileg  eign  á frábærum stað á Suðurlandi í sveitaparadísinni.   Veðbandalaus eign. 


Nánari upplýsingar hjá Berg fasteignasölu í síma 588-5530 eða eftirfarandi starfsmönnum:
Davíð Ólafsson löggiltur fasteignasali, löggiltur leigumiðlari og viðskiptafræðingur - sími. 896-4732 - netfang: david@berg.is
Pétur Pétursson
löggiltur fasteignasali - sími 897-0047 - netfang: petur@berg.is

Heimasíða Berg fasteignasölu:  www.berg.is


Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Berg fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 69.440,- m/vsk
Senda fyrirspurn vegna

Brjánsstaðir

CAPTCHA code


Pétur Pétursson
Löggiltur fasteignasali.