Flétturimi 25, Reykjavík


TegundFjölbýlishús Stærð103.10 m2 3Herbergi 1Baðherbergi SameiginlegurBerg fasteignasala kynnir: 3ja herbergja íbúð við Flétturima 25 í Grafarvogi.

íbúðin er 90,6 m2 og stæði í bílageymslu er 12,5 m2 eða samtals 103,1 m2 skv. FMR.

Íbúðin er merkt 04-03-01 og er á efstu hæð í 3ja hæða snyrtilegu fjölbýli.
Nánari lýsing.:
Komið er inn á flísalagt anddyri hússins. Gengið upp teppalagðan stiga til íbúðar. Gólflísar fremst í holi,fatahengi og plastparket tekur svo við á öllum rýmum nema baðherbergi. Baðherbergi er með flísum á gólfi,  innréttingu og baðkari..
Geymsla/þvottahús er innan íbúðar  með dúk á gólfi. Tvö rúmgóð svefnherbergi,það stærra með tveimur góðum skápum. Stór fataskápur í holi.  Stofa er rúmgóð og samtengd eldhúsi og er útgengt úr stofu á stórar suður svalir. Markisa á svölum. Falleg nýleg hvít glansandi eldhúsinnrétting með granítborðplötu og granít  milli skápa. Sameiginleg hjólageymsla í kjallara.

Eitt  bílastæði er í bílakjallara með tengistöð fyrir rafbíl. Þetta er vel umgengin og björt íbúð sem vert er að skoða. Stór gróin lóð er bak við húsið með leiktækjum fyrir börn. Íbúðin er laus frá og með 16.maí 2019

Frekari upplýsingar og ráðgjöf á skrifstofu Berg fasteignasölu í síma 588-5530 og hjá Haraldi A. Haraldssyni lg. fasteignasala í síma 778-7500 og á: haraldur@berg.is..

í vinnslu