Lykkja 2A, Kjalarnes
BERG fasteignasala kynnir: Lykkja 2 á Kjalarnesi.
Einbýli með stóru eignarlandi í sveitasælunni.
Afar vel staðsett einbýli 130 fm. með rislofti sem stendur í útjaðri byggðar á Kjalarnesi. Stór eignarlóð fylgir húsinu, 2.936 fm.
Fallegt útsýni. Óbyggð svæði umhverfis.
Nánari lýsing: Komið er í anddyri með fatahengi. Gangur með dúk á gólfi. 3 góð svefnherbergi með beykiparketi á gólfi. Baðherbergi með kari og flísalögnum. Þvottahús með sér útgangi á lóð. Rúmgóð og björt stofa með parket á gólfi. Fallegt útsýni. Úr stofu er útgengi á sólpall með skjólveggjum sem snýr í suður. Eldhús með borðkrók, parketi á gólfi og góðri innréttingu.
Úr þvottahúsi er tré stigi á efra loft. Þar er ekki full lofthæð en afar snyrtilegur frágangur. Loft klædd panel og tvö stór herbergi undir súð. Mikið geymslupláss.
Komið er að viðhaldi á eigninni.
Allar nánari uppl. hjá BERG fasteigansölu í síma 588 55 30 eða Pétri í síma 897-0047