Um okkur
BERG fasteignasala var stofnuð árið 1989  og er því ein elsta starfandi fasteignasalan á höfuðborgarsvæðinu í dag.   30 ár er all langur tími og því eru viðskiptavinirnir orðnir margir.
Fasteignasalan er staðsett í miðbæ Mosfellsbæjar,   Háholti 14, 2. Hæð. BERG fasteignasala hefur alla tíð lagt áherslu á að þjónusta Mosfellinga sem og aðra viðskiptavini  með öryggi, trausti og góðri þjónustu að leiðarljósi.

Á fasteignasölunni starfa þrír  löggiltir fasteignasalar. Pétur Pétursson , sem er  eigandi fasteignasölunnar, búsettur í Mosfellsbæ til 30 ára og hefur starfað í  rúm 20 ár sem löggiltur fasteignasali , Davíð Ólafsson, löggiltur fasteignasali, leigumiðlari og viðskiptafræðingur, einnig búsettur í Mosfellsbæ  og Brynjólfur Jónsson sem starfað hefur sem fasteignasali í 25 ár. 

Við leggjum áherslu á faglega, persónulega  og trausta þjónustu og bjóðum viðskiptavinu okkar velkomna.